fólkið komið heim úr 4 daga ferð í Berlín...vá hvað við vorum ánægð með þessa borg ...........Við lögðum af stað á laugardagsmorgni frá Árósum ásamt Arnari/Wada/Adda með 10 túnfisksalatssamlokur í poka i 8 tíma lestarferð. Í Berlin er þvílíkt margt í boði og við reyndum að ná einhverju....við meðal annars; borðuðum líbanskan mat, fórum á flóamarkaði, kíktum á söfn, keyptum plötur, drukkum kaffi, fórum í 4 tíma "walking tour" með leiðsögumanni um sögufræga staði í borginni, horfðum á leikinn Ísland-Þýskaland ásamt fleiri íslendingum, drukkum Berliner pilsner, borðuðum indverskan, röltum milli búða....og annað....mælum með borginni -
Annars bara róleg stemmning í Árósum - síðasti dagur haustfrísins í dag... og planið að fara að heimsækja nýju stelpuna þeirra Arnars og Tinnu sem er kominn í heiminn - Gunnar Magnús og Anna líka í skýjunum á Íslandinu þar sem þau eignuðust strák í síðustu viku. Til hamingju með þetta gott fólk :-)