jæja jæja - laugardagur og dugnaður í fólki ...eða svona næstum því...búiða að tjékka á ræktinni, lærdómnum, þvottinum og stemmningunni í bænum. Þeir eru skrítnir danirnir, voru að fagna því að "búið" er að leggja nýja göngugötu í bænum og mikil hátíð í kringum það. Við Raggi kíktum þess vegna í bæinn til að tjékka á herlegheitunum og viti menn.....hluti að blessaðri nýju göngugötunni var sundurgrafinn og á víð og dreif lágu plankar og rör upp úr götunni.....en samt þrusustemmning á fólkinu, ekkert verið að kippa sér upp við þetta, nei nei þeir eru svo salí (rólegir....heheh) danirnir.....
annars var voða hyggeligt í gær, tjékkuðum á Krissu Kínafara eins og hún er kölluð og allt var redy to go. Mikil spenna á þeim bænum enda höfuðborg Rússlands, Síberíuhraðlestin og Peking planið....ekki slæmt það.
í kvöld er svo hátíð hjá íslenskum fótboltaunnendum þar sem Hekla (ísl fótboltaliðið) er með einhverjskonar aðalfund/árshátið í kveld. Við Raggi ætlum að mæta enda er frír matur og fínerí...þetta verður held ég eitthvað skrautlegt enda eru þessir fótboltaunnendur ekkert slor! Sjáum hvernig það fer......
planið er þó á morgun að vera duglegur og kíkja svo í bíó á RED DRAGON...úhúhú....vonandi spennó...
hey vorum að fatta að verið er að sýna ísl- sweden handboltaleik í tv - svo best að kíkja á það
Góðan og blessaðan daginn ...
Hér með störtum við þessari blessaðri blogg síðu....hmmm...við getum ekki látið okkar eftir liggja þar sem öll þjóðin er farin að tjá sig á netinu...
Jamm, við ætlum sem sagt að segja frá ef eitthvað sniðugt eða ekki svo sniðugt dregur á daga okkar hér í DK og ætlum við okkur að vera málefnaleg, politísk, menningarleg, lýðræðisleg og hress ...hehehe....right
Allavegana ég fór í bíó í gær með bekknum mínum í gamalt og sjarmerandi bíóhús hér í Aarhus....skelltum okkur á finnska mynd - "manden uden fortid" eða á finnsku "Mies vailla menneisyyttä" undir leikstjórn Aki Kaurismäki. Að mínu mati snilldar drama/gamanmynd og ekki er verra að leiksjórinn snjalli er góðkunningi bekkjarins þar sem við gistum á hóteli í hans eigu og fórum á sveitaball í hans boði síðasta sumar í Finnlandi. Sumir spjölluðu meir að segja við hann ---vá vá...EN nóg um finnskan leikstjóra. Raggi tekur við þar sem Árný skyldi við. En ég vil aðeins segja takk og bless.
Krissa er að fara til Rússlands og Kína í fyrramálið og við ætlum að kveðja hana í kvöld. Góða ferð Krissa mín. Friður!