| lífið á herningvej |
|
föstudagur, nóvember 08, 2002 posted by Arny | 03:05 fimmtudagur, nóvember 07, 2002 Var rétt í þessu að setja inn nýjar myndir á myndasíðuna okkar. Kíkið á það stuff! Ici!
miðvikudagur, nóvember 06, 2002 posted by Arny | 18:14 þriðjudagur, nóvember 05, 2002 Þvílík þrekvirki voru unnin í skjóli gærkvölds. Staður: Mejlgade 82. Tveir ungir galgopar, Kári og Raggi, áttu í fullu tré við tvo silunga. Vatnaurriða réttara sagt. Eftir gríðarlegar aðgerðir eins og hreisturlosun og timjansmurningu var næsti áfangastaður sleipu vina okkar ofninn. Eitt stykki sítróna fékk einnig að svitna með þeim. 250 gráður í 10 mínútur. Eftir þann tíma kom játningin og var hún mikill léttir. Þeir játuðu allt. Við létum játninguna ekki næga og rifum úr þeim öll bein og nærðumst á holdi þeirra. Eftir slíka veislu minntist ég orða Monsieur Mangetout: "Mais c´est frais, c´est frais" eftir hann lauk við seinasta memorycardið úr Playstation 2. Það er hægt að sjá það hér.
mánudagur, nóvember 04, 2002 jaaa...svona fór fyrir helgi þessari og kominn mánudagur. Jú, jú alveg ágætt á þessari árshátið þeirra Heklumanna....en eitt er nú víst að sumir ættu að kynna sér mannasiðina betur. Hálf skammarlegt að sjá fullorðna menn rífast og skammast í hvor öðrum, hrópandi fram í ræðumenn þar sem að ræðumennirnir voru svo þvoglumæltir og drukknir að næstum ógeranlegt var að skilja samhengið og brandarana..... Við skemmtum okkur samt hið besta að hlusta og sumir létu flakka hvað þeim fannst. Besta comment kvöldsins var " þetta er eins og á árshátið hjá Grunnskóla......." og einhver bætti við " ...grunnskólanum á Hofsósi..." ekki það að ég sé neitt á móti fólkinu á Hofsósi ....en svona var þettta. Ekkert slor- eða kannski eintómt slor...ég veit ekki, kannski er þetta alltaf svona á fótboltaárshátíðum - eins á á æfingum - bara menn í sínu fínasta pússi og töluvert ölvaðri....
|
|
|||||||||
|
|
||||||||||