lífið á herningvej


föstudagur, nóvember 15, 2002  

Í gær Supergrass og í dag MÚM. Það er nóg að gerast. Þess á milli er það skólinn sem er að sliga okkur. Árný í verkefnum og ég í ritgerðum og verkefnum. Þvílík þraut og pína! En bráðum koma prófin og þá get ég tekið gleði mína á ný eða þannig. Undantekningarlaust er mín athygli annars staðar en í bókunum. Svona er það bara. En tónleikarnir í gær voru frábærir. Ég, Árný, Bjössi, Herborg og Kári skelltum okkur. Svona sveitta rokkara hef ég aldrei heyrt né séð lifandi áður. Svo flottir! Söngvarinn, Gaz Coombes eða bilið milli manns og apa eins og ég vil kalla hann, var þar fremstur meðal jafningja. Tóku öll þeirra bestu lög og meira til. Ósáttur við mætingu samt. Þetta band getur fyllt Höllina heima en hér gátu þeir ekki fyllt 400 manna stað. Danir hafa ekkert vit á tónlist. Bölvað drasl sem þeir hlusta á. Nágrannar okkar ausa yfir okkur tóndæmum og það nýjasta er tómatsósulagið. En þetta hallærislega evrópudansipop sem heyrist í öllum útvörpum og flestum skemmtistöðum er fyrir neðan allar. Þetta er eitt sem Danir þurfa að bæta.

Verið stillt og prúð.

Raks

Fyrst ég er að skrifa ritgerð um femínisma, þá langar mig að setja með ljóð sem ég las á Baggalút.

Þeim veitti nú ekki af díet
stelpunum í Bríet

Stutt og hnitmiðað, en kannski of nasty. Hvað finnst ykkur?

posted by Arny | 13:43


þriðjudagur, nóvember 12, 2002  

Allt í orden hér í DK - dagarnir ganga út á skólann, verkefni og ritgerðir þessa dagana hjá okkur báðum svo ekki er mikið að frétta... Þó eru tónleikar á næsta leiti, á fimmtudaginn er Supergrass og við ætlum að mæta ásamt Kára. Á föstudaginn er svo hin íslenska álfahljómsveit MÚM og ekki getum við látið okkur vanta þar. Skilst mér að íslendingar ætli að fjölmenna. Reyndar eru líka nokkrir bekkjarfélagar mínir áhugasamir. Einn gaur með mér í bekk er hrikalega músíkglaður og fylgist vel með allslags músík. Hann elskar Sigurrós og múm og Björk og allt sem er íslenskt -- íslendingar!!---jíiii við erum svoooo svöl. Allavegana eiga danir enga svona svala tónlistarmenn..(ekki svo ég viti)....þið kannist þó öll við Aqua og Olsen bræður, og líka Kim okkar Larsen...það eru sko stjörnur á heimsmælikvarða...eða hvað?

jæja best að fara að leggja sig eða eitthvað - árný

posted by Arny | 23:04


sunnudagur, nóvember 10, 2002  

jaha... einhverstaðar heyrði ég þessa gullnu setningu "lífið er línudans" og er ég viss um að ákveðnir aðilar séu þessu sammála... það er þó spurning hvort átt sé við að lífið sé línudans/kúrekadans eða línudans- í bókstaflegri merkingu? Annar gæða dægurlagatexti inniheldur svo þessa setningu: "lífið er lag" - hmm...og get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvaða lag ætli það sé þá....allavegna ekki alltaf sama lagið - sem betur fer! Í auganablikinu er 80´ "smellurinn" "da da da" það lag sem lýsir mínu lífi í dag.....þið getið svo sjálf getið ykkur til hvers vegna ....

allavegana - góður fredagsbar á föstudaginn hjá mínum bekk. Þemað var "eftir skíða bar"- sjá myndir síðar. Jólabjórinn var teygaður, nokkrir skíðakappar létu sjá sig og snjórinn kom meir að segja líka (í snjóvél)....Reyndar verð ég nú að gerast svo gróf að segja að mér finnst venjulegi bjórinn bara alveg betri en þessi merkilegi jólabjór...

dagurinn í dag er svo að mestu búin að ganga út á lærdóm bæði hjá mér og Ragga og nú er Raggi farin að sparka í tuðru og ég á date með Maj vinkonu minni í bíó eftir augnablik- ætlum að tjékka á spænskri mynd - sem heitir "tal til hende"...hmmm..á dönsku þar að segja...jey

verð því að þjóta - árný

posted by Arny | 17:51
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com