lífið á herningvej


fimmtudagur, desember 05, 2002  

alltaf að komast að því hvað vinkonur mínar eru frábærar...jey - varð bara að segja það - svo geta þær tjáð sig um það líka...heheheh-
ég hlakka svooo til að hitta þær í matarklúbbnum okkar þegar ég kem heim um jólin-samt ein er "asnaleg" og ætlar ekki að koma heim frá úglandinu um jólin -uss uss var einmitt að spjalla við Sins og líka Ýrr á msn - þær eru alveg á fullu í prófum -(eða allavegana Sigurhanna..hmhm) -
mynd af stelpunum mínum vúhú......

allir á fullu í prófum - skilst frá Ragga að bókhlaðan sé úttroðin af fólki að reyna að verða vitrari en það er..... hérna er Raggi að reyna að vera vitrari hahahahah

Ýrr var sem sagt að segja mér hverning á að setja inn svona linka og myndir og ég er að nota það...hheheh

posted by Arny | 15:05
 

vá - hvað maður getur villst þegar maður hættir sér út í hinn stóra og magnaða heim bloggmenningarinnar á Íslandi. Af einni síðu á aðra - gamlir vinir og kunningjar og líka ekki svo gamlir vinir og kunningjar....skoppa upp og segja manni sín innstu leyndarmál......Ótrúlegt hvað fólk skrifar á þessar síður sínar og ótrúlegt hvað maður nennir að lesa þetta bull....eða heimspekilegar umræður (undir lesandanum sjálfum komið). Það er svo fyndið að "hitta" svona á gamla vini sem maður hefur kannski ekkert heyrt frá eða frétt af í nokkur ár og sjá svo á tölvuskjánum hvað þetta fólk er að gera, hvað þau eru að læra, hverja þau eru að deita og hverja vinir þeirra eru að deita ....alveg fyndið. Ætli þetta eigi sér einhverja framtíð???? - ætli við munum bara sitja fyrir framann skjáinn eftir nokkur ár og lesa um vini okkar og kunningja, jafnvel fjölskyldu, í stað þess að heimsækja, hitta á kaffihúsi eða hringja....shit.... ég finn það sjálf að ég sendi henni Ýrr kæru vinkonu minni ekki lengur mail - eða vonast eftir mail frá henni vegna þessa að ég les bara bloggið hennar í staðinn .......og hún les mitt og þá vitum við það. Stundum skrifar hún líka um vinkonuhópinn og svo er hægt að skoða myndir af þeim.....ég er glöð með það því ég er svoooo langt í burtu en samt þetta hræðir mig líka - nægir þetta mér??? ....ohhh....ekki er þetta nógu gott ........best að hringja í einhvern eða senda þeim mail eða eitthvað .....

en já - ég veit ekki um neina dani sem bloggar - þau vita örugglega ekki hvað þetta er ......alveg eins og ein bekkjarsystir mín sem vissi ekki hvað excel forritið var ...hahahahahahh .....

heheh - over árný

posted by Arny | 14:17


þriðjudagur, desember 03, 2002  

EFTIRLÝST : lýsi hér með eftir gráu Rocky drottningahjóli. Hjólið er 3 gíra (aðeins 2 gírar virka), með bögglabera með hvítum málingarslettum, skakkri körfu að framan og mjög svo þægilegu sæti. Sást síðast fyrir utan Norrep¢rt 2-4 í Árósum um klukkan 13:15 í dag! Hjólið er eigandanum mjög kært og hefur það tengst honum persónulegum og sterkum böndum. Sá sem sér hjólið og kemur því aftur í hendur eigandans mun hljóta mikið þakklæti og vinarhug......

sem sagt : "HJÓLINU MÍNU VAR STOLIÐ Í DAG!!!" - helv.....danakrimmar- svívirða svívirða!!!

ohhhh... árný

posted by Arny | 21:13


mánudagur, desember 02, 2002  

Jahá, jólin eru sko að koma hérna hjá dönum.....og vonandi líka hjá íslendingum og ég er kát með það. Ég er reyndar mjög kát þessa dagana þar sem að ég er með mitt prýðisfólk í heimsókn- foreldra mína. Við erum búin að hafa það verulega huggulegt hérna saman í 40 fermetra íbúðinni okkar. Úti hvín vindurinn og myrkrið ætlar að gleypa allt en við kveikjum bara á kertum og "hyggum okkur". Við fórum í "Den gamle by"(svona Árbæjarsafn þeirra Árósarbúa) á sunnudaginn eins og hálf´þjóðin - mjög margt var um manninn og mikil gleði...gamlar konur, gamlar piparkökur, gamlar jólaskraut og gömul jólatré voru skoðuð. Fleiri íslendingar voru á ferli í "den gamle by" en ég frétt í dag að þeir höfðu fjölmennt til að skoða þessi sömu gömlu jólatré og konur. Reyndar kvörtuðu Halli og Helga mikið undan þessum gömlu konum, söguð þær ókurteisar og að þau hafi þurft að hafa sig öll við svo þau yrðu ekki troðin undir....svo æstar voru þær gömlu í piparkökurnar?! En nóg um það - í dag tjékkuðu ég og foreldrarnir svo á bænum, kíktum á kaffihús, og í búðir og komum svo við í þessu dýrlega afmæli hjá Halla - TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HALLI! - fengum þar kökur, kaffi, bollur og jólastemmningu í æð! Eftir það héldum við í IKEA og tæmdum þar um eina eða tvær lagerhillur ....bara svona í leiðinni ...híhíhí.
jaha....nú vitiði það - og fáið ekki að vita mikið meira - gleði gleði .....bið að heilsa - árný

posted by Arny | 21:29
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com