| lífið á herningvej |
|
laugardagur, desember 14, 2002 jaa...góður dagur, við Maj mössuðum krítikina í skólanum í dag og tókum þessa gömlu verkfræðinga með trompi ....þeir voru alveg heillaðir af módelinu okkar (ef ég segi sjálf frá) og við vorum ekki lengi að kjafta okkur út úr því sem við ekki vorum með á hreinu ...yndislegt!! hehehe - tjékkaði svo á jólagjöfunum í bænum og fékk ofbirtu í augun af öllum jólaljósunum --- ekkert að spara það í þetta skiptið danirnir...gott það! Sars kom svo til mín og við hristum þetta rosalega fína risotto fram úr erminni - (uppskriftin á leiðinni), drukkum hvítvín og Helga kom....skoðuðum "séð og heyrt" og hneyksluðumst á "Íslandi í dag"- þetta ræfilslega "séð og heyrt" blað var fullt af "herra og ungfrú íslandi" sem okkur fannst nú ekkert svoooo rosalega myndarleg--- en svona er þetta víst......Halli kom svo eftir matarslag á julefrokost í Handelh¢jskolen og spjallað var um Dabba Kóng, Kárahnjúkavirkjun og annað mjög svoooo pólitískt.... en ussss... nú verð ég að fara að sofa...því mín þarf að vakna eldsnemma í fyrramálið - er að fara í kaupstaðinn (Copenhagen) - ætlum nokkur úr bekknum að tjékka á Arne Jacobsen sýningunni á Louisiana safninu ...jo jo - árný posted by Arny | 02:05miðvikudagur, desember 11, 2002 ég ætla nú ekki að fara að leggja á vana minn að segja eingöngu frá dönum á þessari síðu en ég má til með að segja ykkur frá þessu.....þeir eru bara svooo ótrúlega ólíkir okkur stundum. Í gær var ég á fundi með bekknum mínum. Þetta eru svona vikulegir fundir þar sem við komum saman með kennurunum okkar og ræðum málin. Einn úr bekknum stýrir fundinum og fólk fær þarna að tjá sig um allt sem við kemur skólanum og skipulagin...og ekki eru danir vanir að láta sitt eftir liggja í þeim efnum...það er að segja að tjá sig. Þetta byrjaði vel í gær með þessu vanalega um síðastliðna viku...en skyndilega fóru umræðurnar að snúast um ruslafötur og tiltekt. Það er nefnilega helv....mikið drasl í teiknisalnum hjá okkur...ok... allt í lagi - allir voru sammála um að það ætti nú að taka til....en nei - nú þurfti að skipuleggja það til hins ýtrasta. Finna rétta tímann, réttu áhöldin, rétta skipulagið og það lág við að það þyrfti að finna rétta hitastigið líka....og allir höfðu eitthvað til málanna að leggja....því allir hafa nú sína skoðun á því hvernig á að TAKA TIL...auðvitað. Af tilviljun sat ég á milli tveggja "útlendinga". Norskri bekkjarsystur minni og strák sem er ættaður frá Japan. Við vorum sammála...og við vorum að verða brjáluð.....glottum og stundum til hvors annars því dönunum tókst að flækja málin svo rosalega að allar þessar umræður um tiltekt og losun rusls tók hátt í 40 mínútur!!! Það var ekki bara hægt að segja - JÁ - við tökum til núna á eftir og allir hjálpast að! Fundi lokið - bless......Nei, nei svo þegar fundinum var LOKSINS lokið voru þeir búinir að eyða svo miklum tíma í að TALA um það sem við ÆTLUÐUM að gera að það hafði enginn tíma til að GERA ÞAÐ....ég er svooo aldeilis hlessa á þessum frændum okkar... ekki eins margar "Drífa Sig" hérna eins og á Fróni.... ó sei sei
sunnudagur, desember 08, 2002 sunnudaaaagur og fólkið farið :( ...frekar tómlegt og hljótt í litlu jólaíbúðinni okkar.....enda búnar að vera hérna 4 manneskjur með poka og töskur og fleiri töskur og ennþá fleiri ...ótrúlegt hvað við mæðgurnar eru hrifnar af töskum ...já og skóm - mætti stundum halda að við værum að hefja innflutning á þessu tvennu þegar við förum á milli landa....já "by the way" mig langar í tösku og skó í jólagjöf...hehe
|
|
|||||||||
|
|
||||||||||