| lífið á herningvej |
|
laugardagur, janúar 11, 2003 Kíktum til Brynja og Trausta í gær og þar var margt um manninn. Þar áður höfðum við snætt nautstykki í íbúðinni okkar á Herningvej. Trausti, Sara og Kári fóru í morgunsárið að reyna ýmsar kúnstir á snjóbrettum og skíðum. Gaman væri að bregða sér bæjardyr og reyna fyrir sér á einum svörtum plastpoka eða svo......En hei myndir, já myndir og gamlar syndir. Afmæli Bjössa hér.
þriðjudagur, janúar 07, 2003 Jæja, Sinna kemur um miðnætti. Við búumst nú samt ekki við henni fyrr en í nótt því samgöngur í þessu landi eru allar í lamasessi þessa stundina. Smá fönn og allt er bókstaflega stopp! Þessir Danir eru nú ekki vanir soddan vetri eins og við veðruðu Íslendingarnir. Nú er ég búinn að lappa aðeins upp á íbúðina og Kári ætlar að líta við í kvöld því ég ætla að reyna að fá Nintendo tölvuna hans Bjössa lánaða. Setjum krumpuðu litlu sveskjuheilana okkar í krukku og spilum frameftir. Hljómar vel. Halli fær Helgu sína í kvöld. Til hamingju með það Halli minn!
mánudagur, janúar 06, 2003 Gleðilegt nýtt ár!
|
|
|||||||||
|
|
||||||||||