![]() |
![]() |
lífið á herningvej |
![]() |
![]() laugardagur, febrúar 15, 2003 Einhvern tíman sagði ég að við ætluðum að vera pólitísk og málefnaleg hér á þessari síðu....ætli það sé komið að því nú? Í dag sóttum við mótmælafund hér á Ráðhústorginu í Árósum til að mótmæla stríðsfyriráætlunum Bush og félaga. Fjöldi fólks var saman komið, gamlir hippar, stúdentar og venjulegir húsfeður með börn sín og pípu. Sungnir voru baráttusöngvar, ýmsir aðilar tóku til orða, kveikt var á kyndlum og mikil friðarstemmning sveif yfir vötnum. Í Köben var einnig stór mótmælafundur og ljóst er að danir eru ekki sammála Fogh og félögum í ríkisstjórn sem styðja Bush og Blair ásamt Dabba kóng. Allavegana nú ætlum við að fara að glápa á nýjan þátt í sjónvarpinu "Gladiators" þar sem massaðir danir berjast við hvor annan- konur og karla...þrusu spennandi heheheh.... svo er aldrei að vita nema við kíkjum á Mejlgade kollegium i aften -
mánudagur, febrúar 10, 2003 ja.....mánudagur og mánudagur - alveg ótrúlegt hvað það er oft mánudagar hérna í dk. En í gær var sunnudagur - íslenskur sunnudagur - ég var reyndar í Köben með mömmu eins og alla helgina og við höfðum það þrusugott saman, kíktum í Bella Center á "fashion fare" og út að borða og í bíó og svona hluti sem maður gerir þegar mamma mans er í Köben. Í gærkveldi var það sem sagt íslenskt aften í sjónvarpinu - Ég náði reyndar rétt bara endanum á tónleiknum hjá hetjunni okkar Björk en ég náði að sjá heimildamyndina um hina hetjuna okkar; Lalla Johns Hmmm.... ég get nú ekki sagt að Lalli Johns og félagar hafi verið góð landkynning fyrir okkur íslendinga- enda kannski allt í lagi. En hann var skemmtilegur, einn jákvæðasti og yndislegasti smákrimmi og róni sem sögur fara af!
sunnudagur, febrúar 09, 2003 Tvíbökurnar Bjarni og Davíð hafa verið hjá Ragganum um helgina og höfum við haft það ótrúlega gott. Nú er bara að taka til og vaska upp. Árný kemur í kvöld, eftir að hafa verið í tískunni í Köben með móður sinni. Íslenskt þema á einni sjórnvarpsstöðinni í kvöld og sýna á:
|
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||||
![]() |
![]() ![]() |
|||||||||
![]() |