| lífið á herningvej |
|
laugardagur, mars 01, 2003 hey já "by the way" vorum að setja nýjar myndir inn á síðuna okkar - meðal annars ´85 partýið í Köben, Bjarni og Davíð í heimsókn hjá Ragga og annað skrýtið og skemmtilegt :-)
jæja - það er greinilegt að við gefum okkur aðeins tíma til að blogg um helgar...en ein helgin og það mjög svo kærkomin eins og þær flestar. Ekki mikið markvert gerst síðan síðast ... og það svo sem besta mál. Nú aðeins tveir dagar til Feneyja, já á mánudaginn fer ég í studierejse til Ítalíu og við eigum að eyða 6 af 7 dögum í að stúdera Feneyjar - samband borgar og vatns ef svo má segja. Spennandi en algjörlega út úr kú tímasetning þar sem við eigum að skila verkefninu okkar viku eftir að við komum heim aftur - það verður líklegast vika dauðans....en fyrst Feneyjar :-) Raggi er alveg duglegur í ritgerðum og downloadinu ...heheh...jam og jæja við á leiðinni upp á 4. hæð til Bjössa og Herborgar - þau eru með gest (kom með fyrsta fluginu til Köben með icelandexpress) - Kristín vinkona Herborgar er í heimsókn frá Íslandi og held ég að helgin sé nú þegar búin að vera ansi hressileg hjá þeim.....
mánudagur, febrúar 24, 2003 úff hvað þetta var góð helgi...nú mánudagur og ekki seinna vænna en að fara að taka sig á eftir mjög settlega helgi. Síðasta vika var löng og ströng í skólanum hjá mér- við (grúppan mín) sátum uppi í tölvustofu og börðumst við form-z og spilið okkar (nenni ekki að útskýra frekar) alla vikuna og því var ákveðið að taka enga hópvinnu um helgina. Já, og ég var sko sátt við það....ótrúlegt hvað fer mikil orka í hópvinnu, miklu miklu meiri orka en að vinna sjálfstætt. Föstudagurinn var afar rólegur - mallaður kjulli og svo kom Björn af efri hæðinni og sat með okkur við kassann fram á kveld. Laugardagurinn var svo álíka rólegur, ég kíkti í skólann í smá hugmyndavinnu, Raggi kíkti í bæinn...en rúsínan í pysluendanum var svo kveldið. Fyrsti matarklúbburinn; Árný, Raggi, Kári og Krissa mættu til Helgu og Halla þar sem beið okkar heljarinnar veisla. Þriggja rétta máltíð, gleði og góður félagsskapur - Mikið var skálað og það aðalega fyrir okkur og svo okkur aftur ...híhíhí... Takk fyrir gott kvöld :-) Sunnudagurinn var líka góður - lærdómur í bland við bíóferð, kíktum á 8 mile klukkan 16:30 (ódýrara að fara í bíó um miðjan daginn) - og hún var svona þokkaleg (ég hefði getað látið mér nægja að sjá hana á video...) jam svona var nú það ......
|
|
|||||||||
|
|
||||||||||