hej- komin heim frá Feneyjum.....voða mikið vatna þar og ótrúlega óhugnarlega mikið af "túrhestum" - og flestir þeirra voru þeir frá USA.....og ég held líka að flestir þeirra hafi verið frá Ohio og Texas eða eitthvað álíka...frekar svona óspennandi lið, finnst mér. En allavegana - bekkurinn alltaf jafn skemmtilegur í ferðalögum og þá sérstaklega síðasta kvöldið- þar sem við skemmtum okkur vel á jass/hippa/sjávarrétta/ragge- veitingarstað þar sem fólk skellti sér upp á borð og dansaði...vúvúhú... myndir koma eftir 18 mánuði eða þegar ég hef tíma til að setja þær inn.... en nú kemur vika vitleysunnar - skil á mánudaginn og fullt fullt fullt eftir hjá gruppe02 (minni grúppu ..heheh) ...en þó aldrei að vita nema ég taki í lyklaborðið og láti í mér heyra...