lífið á herningvej


föstudagur, mars 21, 2003  

vá hvað er skrítið að hafa ekki mikið að gera - nú er ég sem sagt búin að skila verkefni sem er búið að standa yfir með pressu, hópverkefni og tilheyrandi látum í 3 mánuði. Krítikinn gekk fínt, þrátt fyrir gestakrítíkara sem átti í stökusta vandræðum með að brosa, var með þennan furðulega fílusvip allan tímann- greyið að hafa svona andlitsfall...hehe.. En hvað skal nú gera - ég fæ nýtt verkefni á mánudaginn og ég hef bara ekki hugmynd hvað ég á af mér að gera þanngað til ...hmmm...kannski smá ýkjur hjá mér....en það er skrítið að sitja bara heima og skoða blöð, þrífa baðherbergið, glápa á kassann og annað sem ekki hefur gefist tími til að gera....góð en furðuleg tilfinning...híhíhí. Annars er Raggi á kafi - var að fá heimapróf í hendurnar í dag sem hann á að skila á mánudaginn. Heljarinnar verkefni víst.

já, já annars er bekkjarpartý í kvöld hjá honum Rasmusi (alveg fyndið, ekta danskt nafn) og það verður eflaust fjör - við erum nú samt búin að fá þau skilaboð frá honum að hann vill helst ekki að við dönsum upp á borðum eins og nokkrir tóku sig til og gerðu í Feneyjum.... við sjáum nú til með það....

jæja best að halda áfram að gera sem mest lítið ...

friður!

árný

posted by Arny | 16:23


fimmtudagur, mars 20, 2003  

ohhh...þvílíkur sorgardagur - bush og félagar byrjaðir að bomba. Satt að segja veit ég ekki hvað skal segja ..þetta er algjörleg ómögulegt...en ég held ég taki undir hjá honum Sverri þar sem hann leggur línurnar fyrir þá sem vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mótmæla stríði - þetta rakst ég á hjá honum í dag...vel sagt!

en reynið nú að hafa góðan dag og hugsið eins fallegar hugsanir og mögulegt er

árný

posted by Arny | 18:56


sunnudagur, mars 16, 2003  

Okkur voru að berast gleðifréttir. Gunni og Anna vinir okkar eru að fara eignast sitt fyrsta barn. Við óskum þeim alls hins besta.

Í gær vorum við í afmæli hjá Helgu og Söru. Mjög gaman það og mega gestgjafarnir vera stoltir af sínu framtaki. Takk fyrir okkur! Nú er Árný í skólanum og verður fram á nótt þar sem skil eru í fyrramálið. En þegar því er lokið þá munum við hafa það gott, fyrir utan það að ég skal taka heimapróf um helgina. Svona er það! Þegar einn losnar undan okinu nær okið hinum.

Farið vel með ykkur, Reggie J

posted by Arny | 16:37
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com