| lífið á herningvej |
|
föstudagur, mars 21, 2003 vá hvað er skrítið að hafa ekki mikið að gera - nú er ég sem sagt búin að skila verkefni sem er búið að standa yfir með pressu, hópverkefni og tilheyrandi látum í 3 mánuði. Krítikinn gekk fínt, þrátt fyrir gestakrítíkara sem átti í stökusta vandræðum með að brosa, var með þennan furðulega fílusvip allan tímann- greyið að hafa svona andlitsfall...hehe.. En hvað skal nú gera - ég fæ nýtt verkefni á mánudaginn og ég hef bara ekki hugmynd hvað ég á af mér að gera þanngað til ...hmmm...kannski smá ýkjur hjá mér....en það er skrítið að sitja bara heima og skoða blöð, þrífa baðherbergið, glápa á kassann og annað sem ekki hefur gefist tími til að gera....góð en furðuleg tilfinning...híhíhí. Annars er Raggi á kafi - var að fá heimapróf í hendurnar í dag sem hann á að skila á mánudaginn. Heljarinnar verkefni víst.
fimmtudagur, mars 20, 2003 ohhh...þvílíkur sorgardagur - bush og félagar byrjaðir að bomba. Satt að segja veit ég ekki hvað skal segja ..þetta er algjörleg ómögulegt...en ég held ég taki undir hjá honum Sverri þar sem hann leggur línurnar fyrir þá sem vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mótmæla stríði - þetta rakst ég á hjá honum í dag...vel sagt!
sunnudagur, mars 16, 2003 Okkur voru að berast gleðifréttir. Gunni og Anna vinir okkar eru að fara eignast sitt fyrsta barn. Við óskum þeim alls hins besta.
|
|
|||||||||
|
|
||||||||||