lífið á herningvej


laugardagur, apríl 12, 2003  

Herborg benti mér á að íslenska eurovisionlagið væri komið á netið - á ensku og með myndbandi - ég tjékkaði svo á þessu í morgun. Og vitiði mér finnst þetta ekkert svo slæmt...kannski er þetta þjóðarremban sem talar og segir að allt íslenskt sé gott, nóa páskaegg, egils appelsín, kaffibarinn, íslenskar kvikmyndir og íslensk eurovisionlög..... en ég hef ótrúlega gaman af eurovision og ég er stolt af því að viðurkenna það!!! Ég hlakka til þann 24. maí - þegar keppnin er- og ég er ákveðin í því að taka mér frí þetta kvöld og fylgjast spennt með....

jæja best að fara í skólann....

árný

posted by Arny | 12:01


föstudagur, apríl 11, 2003  

jesssus minn fleiri gestir....(segir Stella og Árný tekur undir). Já, fengum heimsókn í dag - Bjarki hermaður er komin á Herningvej og ætlar með Ragga heim á Frónið í næstu viku. Svo er komið "páskafrí" en eins og í menntaskólanum forðum daga fer páskafríið eflaust í lærdóm hjá okkur báðum. Ég ætla reyndar að skella mér til Holllands til Vigdísar systur og hitta þar m og p. En hólkurinn (svona rör fyrir teikningar) kemur með í för því ég verð að reyna að gera eitthvað að viti...sjáum hverning það fer. Annars hlakka ég mikið til að hitta familíuna, þau eru nú svooo yndisleg :-) En nóg um það...Bjarki og Raggi inni í stofu að glápa á kassan og fikta í tölvunni - eitthvað fyrir alla hér...heheh....best að færa þeim grænmeti, skurðarbretti og hníf - því nú skal grænmetið skorði.... í mexímat í kveld ásamt Bjössa og Herborgu...

sí jú og gleðilega páska
árný

posted by Arny | 18:22
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com