| lífið á herningvej |
|
föstudagur, maí 02, 2003 jæja þá er lýðræðinu fullnægt hér í Árósum - í gær 1. maí var nefnilega kosningadagur okkar íslendinga hér. Við (ég, Helga, Kári, Krissa og Trausti) skunduðum í einhverja "Financecenter" og settumst þar inn í fundarherbergi með konu sem sér um blessuðu íslendingana. Þar fengum við kjörseðla í hendurnar og umslag til að setja í umslag ásamt einhverjum fylgiseðli sem maður fyllti út. Kjörseðillinn var nú ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, bara tómt blað sem á stóð "kjörseðill". Síðan áttum við bara að skrifa X- og einhvern bókstaf - það er að segja einhvern bókstaf sem á við þann flokk náttúrulega.....jú jú fínt, auðvitað - við Helga vorum bara ekki alveg með á hreinu hvaða bókstafi flokkarnir nota, við verðum nefnilega ekki alveg eins vör við kosningarbaráttuna og auglýsingarnar hér eins og mér skilst heima......hahahahhah..... En K og K vissu nú sínu viti og upplýstu okkur um þetta þarna í "kjörklefanum" (fundarherberginu)...frekar fyndin og svona "semíleynileg" kosning þar sem við vorum ekki beint í "prævasí" kjörklefans þarna. Já, svo tókum við bara hvert okkar umslag og kvöddum pent. Póstlögðum svo umslögin og þannig var það. Svo er bara að vona að við náum útsendingum rúv í sjónvarpinu á kosningardag :-)
fimmtudagur, maí 01, 2003 heibbb....temptation island búið - og bersýnilega kom fram að flest af þessu liði sem tók þátt er verulega firrt og á köflum klikkað hmmm- en er það ekki þess vegna sem við fylgjumst með þessu öllu saman? hhíhíhíhí.... annars var ég að skella nokkrum myndum inn frá páskunum- og lappa aðeins upp á þessa svokölluðu heimasíðu okkar - sem er nú varla annað en myndir og fleiri myndir..
miðvikudagur, apríl 30, 2003 Temptation Island? Nei, ég afþakka pent. Segi nú samt ekki að Alando sé ekki sætur. Hann er nú eins og grískur guð endurfæddur. Hún Árný mín á nú skilið að fá að slaka aðeins á eftir mikla törn og því er Temptation Island fínt til að hugsa ekki neitt yfir. Relax in majones!
þriðjudagur, apríl 29, 2003 hey ég gleymdi að nefna eitt áðan- aðalmálið hér í DK - eða að minnsta kosti hjá sumum - síðasti þátturinn af Temptation island (það norræna sko) á morgun...vúhú nú fáum við að sjá "pörin" sex mánuðum eftir þáttarlok!! það er nú það mest spennandi - ég meina - hverning er þetta með Helene og Alando - eru þau ennþá gift eða hvað?? Hvað varð um Tobias og Emmu?? (jájá ég veit að ég er aðeins of mikið inn í þessu) En ég ætla allavegna að horfa á þáttinn ásamt Halla og Helgu í mikli Tempation stuði á morgun :-)
hæ, hó - gleði í dag þar sem ég var að klára mellemkrítík- vú hú og nú get ég andað í nokkra daga....og er meir að segja að spá í að anda í Köben yfir helgina - kemur í ljós :-) annars gekk þetta bara vel í dag og ég vona að Ragga mínum gangi vel í prófinu sem hann er að þreyta í Reykjavíkinni í þessum töluðu (skrifuðu) orðum.....ohhh- vildi að ég væri í Reykjavíkinni í dag - er einmitt að hlusta á rúv á netinu í augnablikinu - alveg asnalegt íslenskt dægurlag í gangi ......"dagurinn í dag, þú færist ekki úr stað, endurtekningar ....." góður texti eða hvað? Talandi um dægurlög. Ég var í matvörubúðinni áðan ("Super best"), alveg róleg að kaupa inn brauð og fleiri nauðsynjar með þessa yndislegu lyftutónlist í bakgrunninum, svona þekktar "melódíur" útsettar fyrir panflautu...alveg frábært! Hey, svo bara allt í einu eru græjurnar blastaðar upp og þetta þvílíkt hressa danska dægurlag byrjar með spurningunni - "vil du danse med mig, vil du danse med mig??"....starfsmennirnir í "Super best" hlaupa upp til handa og fóta og enginn veit hvað gengur á - ég stend bara við kassann og brosi til kassadömunnar sem er byrjuð að hlægja.... Við hlið mér stendur roskin kona með 8 pakka af smjöri og hún er nú ekki lengi að svara dægurlaginu og segir " nej, ikke lige nu" já já .....frekar mikið stuð í Super best. Ekki veit ég hvort þeir eru að reyna að hressa starfsfólkið og viðskiptavinina við - en það tókst allavegana að kalla fram bros hjá mér --hahahahah
|
|
|||||||||
|
|
||||||||||