| lífið á herningvej |
|
laugardagur, maí 10, 2003 góðan og blessaðan. Kosningardagur í dag í Íslandinu góða....ætli þetta verði ekki spennandi? Við hér í Árósum erum að vonast til að geta fylgst sem mest með. Þetta verður nú eitthvað á netinu bara spurning í hverning gæðum.....svo á að "brotkasta" kosningavökunum í gegnum einhvern gervihnött en við erum hræddum að við náum því ekki---gervihnött!! ussss..... En ég segi bara góðan kosningadag og kjósið nú rétt (eða það sem ykkur finnst vera rétt - ég er svo lýðræðisleg...heheheh). Og þeir sem eru að ljúka prófum t.d. Margrét til lukku með það :-)
miðvikudagur, maí 07, 2003 heibb...var að skella inn nokkrum myndum af "dömufrí í Köben".....hér!
mánudagur, maí 05, 2003 hey, ég góð í dag, ég er svooo mikil húsmóðir að ég ákvað að umpotta þessar 4 plöntur sem ég á .....ég hló nú inní mér þegar ég var að reyna að böglast við þetta og um leið að reyna að ryfja upp hverning mamma gerði þetta nú í den......greyjið blómin mín voru alveg í dauðateygjunum svo það var ekki seinna vænna :-) Annars var ég nú bara að reyna að finna mér eitthvað annað að gera en að læra - er engan veginn að nenna því í dag. Annars þvílíkt góð helgi - ég og Krissa fórum sem sagt í "dömufrí" til Köben og það var alveg kærkomið. Komin til Köben um níu á föstudag og hentum töskunum inn til Boggu. Kíktum svo að fá okkur að borða og á kaffihús eftir það......laugardegunum var svo bara eytt niður í bæ og inn í ýmsum verslunum.....say no more. Á laugardagskveldinu var svo gott teiti á heimil Boggu og félaga. Og svo var kíkt niður í bæ á Zoobar og annan sem ég man ekki hvað heitir - mjög gott mál. Sunnudagurinn var afar ljúfur - hittum pabba Boggu og konu hans og tókum það rólega.....svo var haldið heim til Aarhus upp úr 7. Þá eru þessar upplýsingar komnar í loftið...
Var að setja inn nýja hlekki á síður hjá eðalfólki. Kíkið á Auði, Guffa, Zorro og Snorra! Alltaf eitthvað að gerast! Jei jei, gaman! posted by Arny | 14:32 |
|
|||||||||
|
|
||||||||||