![]() |
![]() |
lífið á herningvej |
![]() |
![]() mánudagur, maí 19, 2003 jæja- það styttist í júróvisíonkeppnina - mikið hvað það er spennó.... Þið vitið náttúrulega að maður verður 150% íslendingur í útlöndum og þess vegna finnst mér íslenska lagið alveg þrusu gott (!) trúi því hver sem vill :-) svo finnst mér líka Gísli og Logi fyndnir... :-/ ...hér eru þeir í Riga - undir eurovision- dagbók. Þarna er líka að finna öll lögin í keppninni fyrir þá sem eru voða spenntir...
sunnudagur, maí 18, 2003 Síðastliðna daga hefur orðið ótrúlega mikið af vondu sjónvarpsefni á vegi mínum hér í DK. Ég er ekkert að segja að það sé eitthvað verra en á Íslandinu en það er bara meira úrval hér og því meira af vondu og meira af góðu sjónvarpsefni til að velja úr. Þó það sé vont sjónvarpsefnið, þá þýðir það ekki að ég horfi ekki á það- þvert á móti, vont sjónvarpsefni er "kapituli" út af fyrir sig og (stundum) vert að fylgjast með því. Til dæmis í gær, þá tók ég mér pásu frá verkefninu mínu og fór að níðast á fjarstýringunni. Meðal þess sem kom upp var þátturinn "surprise weedings" sem er að sjálfsöguð bandarískur. Þátturinn er tekinn upp í Las Vegas (að sjálfsögðu) og gengur út á að nokkrar konur (sem eiga kærasta) stynga af og undirbúa brúðkaup án þess að kærastinn viti af. Síðan er kærastinn kallaður til í beina útsendingu þar sem konan stendur alveg tilbúin í brúðardressinu og hann á að svara á staðunum, já eða nei - og svo er brúðkaup á sviðinu....eða ekki!! Alveg ótrúlega vont sjónvarpsefni en ég sat allan þáttinn og fylgdist spennt með örlögum paranna...aðrir þættir í sama kapitula er realityþátturinn "High schoole reunion" og "who want´s to marry a millioner"..þessu get ég vel fylgst með ef þannig liggur á mér :-) Annað sem varð á vegi mínum í gær var þýskur þáttur um Eurovisionkeppnina! Ég skil nú ekki mikið í þýsku en þetta var ótrúlega fyndið - sýnt úr eldgömlum Eurovisionkeppnum, viðtöl við þáttakendur og saga keppninnar rakinn...Reyndar læðist sá grunur að mér að þetta hafi verið svona rosalega spennandi vegna þess að ég var að reyna að framlengja pásuna mína!! Gat nú verið Árný-
|
![]() |
|
![]() |
![]() |
||||||
![]() |
![]() ![]() |
|||||||||
![]() |