lífið á herningvej


fimmtudagur, maí 29, 2003  

jam og jæja - júró búið og gaman að því - Við Helga kíktum hérna niður í fællesrummet á Herningvej fyrst og fylgdumst með henni Birgittu "okkar". Hún stóð sig bara vel stúlkan - voða sæt og blómleg og svona - samt frekar mikið ljótar buxur sem hún var í...en ekki kannski aðalmálið... Seinna kíktum við svo til Steinunnar og Atla og horfðum á stigagjöfina með taugatitringi og hrópum. Sara bara hló að mér þegar ég var sem æstust yfir öllu þessu - en ég veit að hún hafði lúmskt gaman að þessu. Jæja en það fór sem fór - við unnum ekki þetta árið....heldur Tyrkir - frekar mikið glatað lag samt. Annars hafa síðustu dagar verið afar strembnir hjá mér. Brjálað að gera í skólanum og 2 vökunætur í röð héldu mér á áætlun, sem sagt búin að "þrykkja plansana" (jájá veit að sumir vita ekkert hvað það þýðir) ...vúhú..sem sagt búin með aðalstressið og svo er það bara módel og dótarí eftir yfir helgina. Svo er það krítík á mánudaginn..jíbí.. Annað að frétta er svo bara sól og sumar hér í DK 20- 25 stiga hiti og gleði- fólk farið að spóka sig á ströndinni og garðarnir fullir af hressu, bíkíniklæddu fólki.

gleði gleði og glaumur

árný

posted by Arny | 22:34
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com