lífið á herningvej


sunnudagur, júní 22, 2003  

já, það er ekki hægt að segja annað en að danir séu nýtnir....(skrítið orð- þ.e. duglegir að spara og nýta sér hluti út í ystu æsar). Herborg og Bjössi eru búin að vera að flytja yfir helgina og hreinsa til í geymslunni og annað "skemmtileg". Þau hentu eitthvað af ágætishlutum hérna út í bakgarðinn og þar er það sótt af "ruslahaugsmönnunum". Þau hentu meðal annars hillum, gamalli tunnu, góðu klappborði og frábærum coca cola síma sem þau keyptu í aðalbúðinni á Portúgal ´98 . Nágrannar mínir eru skrítið fólk og nýtin...(ennþá skrítið orð) - og þau hafa eflaust séð Hebbu og Bjössa henda dótinu og fyrr en vari voru þau farin að baksast með allt þetta dót upp í íbúðina sína - þau tóku tunnuna, klappborðið og hillurnar og það tísti í þeim þau voru svo ánægð með fenginn! Mér finnst þetta töluvert undarlegt vegna þess að ég veit fyrir víst að þau hafa ekkert pláss í íbúðinni sinni fyrir þetta dót og eflaust vita þau ekkert hvað þau ætla að gera við þetta en þau fengu þetta ókeypis og það er lykilatriðið! Nú langar mig mest að vita hvort þau hafi tekið coca cola símann - því annars ætla ég niður og ná í hann!!! hahahhah

vi ses árný

posted by Arny | 22:13
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com