lífið á herningvej


föstudagur, september 19, 2003  

hellú hellú - Frúin komin heim frá Hamborg eftir massíva en góða ferð. Gengum af okkur lappirnar og mér tókst að taka um 220 myndir á 3 dögum! Aðalega myndir af svæðinu sem við erum að fara að vinna með sem inniheldur gamalt niðurnítt leikhús sem hefur verið yfirtekið af "fólkinu á götunni" og er núna svona "multimenningarmiðstöð" án neinna stjórnenda eða stofnana. Hápunktur ferðarinnar er án efa hetjuferð okkar Krissu á HEVÍMETAL tónleika í yfirtökuhúsinu í gærkveldi. Krissa slammaði meir að segja nett upp við sviðið þar sem þungarokkhljómsveit frá Chile spilaði þessa líka fínu músík! Frábær upplifun og mjög svo fróðleg með tilliti til verkefnisins...(skelli inn myndum við tækifæri)

Alveg var nú lika gott að koma heim á Herningvej þar sem drengirnir biðu okkar með kvöldmatinn....

vi ses

posted by Arny | 22:51


þriðjudagur, september 16, 2003  

vúhú - gaman í Árósum - mikið gott veður og gleði. Við fórum frægðarför niður á höfn í dag ásamt Helgu og Halla að ná í nokkra kassa sem Eimskipsmenn voru svo sætir að flytja fyrir okkur yfir hafið.... Við vorum frekar fyndin þarna niðri á höfn með extra stórar innkaupakerrur með kössunum okkar í, rúllandi milli gámanna og "lastbílanna"...Raggi tók sig vel út með "trukkaralookið" ..hehehe.. En allavegana plötuspilarinn og plöturnar hans Ragga komnar í hús ásamt "season all", mexíkósúpu og öðru vel völdu dóti frá Fróni....

Annars á dagskránni "Frúin fer til Hamborgar" á morgun - Ferða ásamt nýju deildarfélögunum til að kíkja á svæði sem við erum að fara að vinna með - eflaust gaman að því....

over and out - Árný

posted by Arny | 23:19


mánudagur, september 15, 2003  

"Sumarið er tíminn", segir Bubbi kallinn og ég er honum hjartanlega sammála. Ísland stóð fyrir sínu - takk fyrir samveruna í sumar; vinir og vandamenn! Og nú er skólinn tekinn aftur við og ekkert slæmt um það að segja. Í raun og veru er bara fínt að vera kominn "heim" á Herningvejinn. Það er búið að vera frekar mikið prógram síðan við komum fyrir viku síðan, ég er búin að vera í tölvukúrs í skólanum og svo komin með nýtt verkerni í dag. Við erum búin að fara eina ferð í IKEA og bæta við og betra í litla kotinu. Tinna fósturdóttir okkar kom síðan í heimsókn frá Jelling á fimmtudaginn, henni líkað vel í stórborginni Aarhus...það var frábært að fá hana í heimsókn..."við analýseruðum" ýmis mál og ræddum fram í rauðan dauðann ný og gömul málefni - alltaf gaman að því :-) Sölutölur hjá verslunum og þjónustuaðilum hér í borg tóku líka góðan kipp yfir helgina, þökk sé Tinnu - hehehehaaa..

later - árný

posted by Arny | 23:38
 

þvílíkt og annað eins eheh

posted by Arny | 23:28
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com