lífið á herningvej


föstudagur, september 26, 2003  

í beinni frá Herningvej - ég veeeit ekki alveg - ekki svo mikið í beinni þegar við skrifum bara svona þegar okkur hentar. En annars allt fínt að frétta héðan - FÖSTUDAGUR í manni og ekkert nema gott um það að segja. Vikan hefur liði töluvert hratt. Hamborgaraverkefnið á öxlunum og frekar mikið að gera í hópavinnu....já já og sei sei.....Raggi alveg rólegur í pakkanum. Planið fyrir helgina bara að læra svona í smáskömmtum, svo er þetta líka fína matarboð hjá Sollu og félögum á morgum ásamt teiti hjá Sveil -GAMAN að því!

Annars miklar stórfréttir í Dk um þessar mundir - Hann Frikki litli prins bara að fara að trúlofa sig - já þá er hann farinn!! Þau, hann og Mary Donaldson búin að vera að kela og kyssast í 3 ár og nú er komið að því, mamman búin að láta ríkisstjórnina vita og allt klappað og klárt. Mikil gleði og það virðist sem ALLIR hafi skoðun á þessu og vilji tjá sig um þetta í sjónvarpi, á netinu og í útvarpi. Heimildarmyndarþættir og fréttaskýringar um greyjið fólkið næstum allan sólahringinn (gæti verið ýkjur), já, ég hef gaman að þessu. Og íslendingar virðast líka hafa áhuga á þessu, allavegana er hægt að lesa sér til um þetta á mbl - fólkinu sko ---- jú jú enda sterkar taugarnar til Danaveldis.......

góð vikuskil - árný


posted by Arny | 18:01


mánudagur, september 22, 2003  

hellú - var að baksa við að setja myndir inn - tjékkið á þessu

fleiri myndir frá því í sumar koma með kalda vatninu...

out árný

posted by Arny | 23:29
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com