"það er leikur að læra,........... vita meira og meira, meir í dag en í gær!
góðan og blessaðan.....það er nú alveg eftir manni að gefa sér tíma að blogga þegar maður hefur sem mest að gera í skólanum. Nú er laugardagskvöld og ég hangi yfir verkefninu mínu og drekk kaffi...er að fara í mellemkrítik á mánudaginn. Margt og ekki margt búið að gerast síðan síðast...það hefur verið gestkvæmt í Árósum í lok október. Svenni, Óli og Edda komu og Andrew og Ásgerður líka - öll frá Köben...Gaman að því, svo kom jólabjórinn í gær (ekki allur frá Köben) og það segir okkur nú bara eitt; "jólin eru að koma". Já, það er nú ekki hægt að segja annað, jólaskrautið að týnast upp úr kössunum hjá kaupmönnum í Árósum og víðar í DK, en ekki eru nú allir sáttir við það. Ég sá í fréttunum í síðustu viku að "sjoppueigandi" í Ringk¢bing mótmælti harðlega ótímabærum jólaskreytingum í bænum. Hann skreytti með páskaungum og heiðgulum túlípönum til að sýna fram á hversu fáranlega snemma jólaskrautið er sett upp....nokkuð til í þessum hjá kallinum! Allavegana bíð ég með að föndra jólaóróa og hlusta á "ég kemst í hátíðarskap" í að minnsta kosti 2 vikur!