jæja - þá er mín búin að heimsækja smábæinn Jelling! Og hef því strikað yfir Jelling á "litlir bæjir í DK sem ég ætla að heimsækja" listanum mínum. Þar er meðal annars líka búið að strika yfir Grena (þar var skemmtilegt), "Den gamle by" , Gudhjem.... En annars var ég að heimsækja hana Tinnu mína í Jelling. Þar er hún í pædagogskóla og satt að segja þá er ekki mikið í þessum bæ annað en þessi skóli og það fólk sem honum fylgir. En þetta er dúllulegur bær og hún býr vel. Við höfðum það sem sagt huggulegt, elduðum góðan mat og spjölluðum fram á rauða nótt ásamt Huldu sem er með Tinnu í skólanum. Í dag tóku þær mig svo í GRAND TOUR um Jelling og við enduðum á eina kaffihúsinu í þar í bæ sem vill svo skemmtilega til að er í eigu íslenskrar konu...já já já sniðugt það!
"það er leikur að læra,........... vita meira og meira, meir í dag en í gær!
góðan og blessaðan.....það er nú alveg eftir manni að gefa sér tíma að blogga þegar maður hefur sem mest að gera í skólanum. Nú er laugardagskvöld og ég hangi yfir verkefninu mínu og drekk kaffi...er að fara í mellemkrítik á mánudaginn. Margt og ekki margt búið að gerast síðan síðast...það hefur verið gestkvæmt í Árósum í lok október. Svenni, Óli og Edda komu og Andrew og Ásgerður líka - öll frá Köben...Gaman að því, svo kom jólabjórinn í gær (ekki allur frá Köben) og það segir okkur nú bara eitt; "jólin eru að koma". Já, það er nú ekki hægt að segja annað, jólaskrautið að týnast upp úr kössunum hjá kaupmönnum í Árósum og víðar í DK, en ekki eru nú allir sáttir við það. Ég sá í fréttunum í síðustu viku að "sjoppueigandi" í Ringk¢bing mótmælti harðlega ótímabærum jólaskreytingum í bænum. Hann skreytti með páskaungum og heiðgulum túlípönum til að sýna fram á hversu fáranlega snemma jólaskrautið er sett upp....nokkuð til í þessum hjá kallinum! Allavegana bíð ég með að föndra jólaóróa og hlusta á "ég kemst í hátíðarskap" í að minnsta kosti 2 vikur!