jáhá laaangt liðið á febrúar og nóg að gera í skólanum. Þessar vikur eru ansi "líjandi". Ég búin að vera í 2 vikur í workshop sem gengur þannig fyrir sig að 2 vinna saman, við fáum verkefni og eftir 2 daga eigum við að vera með úrlausn á 1 A0 plansa.......og þar sem hópavinna getur tekið sinn toll þá er ennþá meiri tollur tekinn þegar maður verður alltaf að vera með mismunandi persónu í hóp.... Og það er ekkert smá hvað fólk er mismunandi...ég segi nú ekki annað!
En eitt athyglisvert (eða ekki)- það er dönsk stelpa á deildinni minni sem heitir SIGGA...ha...hún heitir ekki Sigrid eða neitt í þá áttina, heldur bara Sigga.... Mamma hennar og pabbi voru sem sagt á ferðalagi um Ísland í gamla dag og fannst þetta svo fallegt og skemmtilegt nafn og skírðu því frumburð sinn Siggu :-) Ég náttúrulega spurði eins og asni, "heitir þú BARA Sigga?" "Já"svaraði hún frekar móðguð... Þá dettur mér nú bara í hug hún Sigga frænka í Suður Afríku sem alltaf setti skóna sína í poka þegar hún fór í fín boð....(ok geri mig grein fyrir því að það eru örfáir sem ná þessum einkabrandara)