lífið á herningvej


sunnudagur, maí 18, 2003  

Síðastliðna daga hefur orðið ótrúlega mikið af vondu sjónvarpsefni á vegi mínum hér í DK. Ég er ekkert að segja að það sé eitthvað verra en á Íslandinu en það er bara meira úrval hér og því meira af vondu og meira af góðu sjónvarpsefni til að velja úr. Þó það sé vont sjónvarpsefnið, þá þýðir það ekki að ég horfi ekki á það- þvert á móti, vont sjónvarpsefni er "kapituli" út af fyrir sig og (stundum) vert að fylgjast með því. Til dæmis í gær, þá tók ég mér pásu frá verkefninu mínu og fór að níðast á fjarstýringunni. Meðal þess sem kom upp var þátturinn "surprise weedings" sem er að sjálfsöguð bandarískur. Þátturinn er tekinn upp í Las Vegas (að sjálfsögðu) og gengur út á að nokkrar konur (sem eiga kærasta) stynga af og undirbúa brúðkaup án þess að kærastinn viti af. Síðan er kærastinn kallaður til í beina útsendingu þar sem konan stendur alveg tilbúin í brúðardressinu og hann á að svara á staðunum, já eða nei - og svo er brúðkaup á sviðinu....eða ekki!! Alveg ótrúlega vont sjónvarpsefni en ég sat allan þáttinn og fylgdist spennt með örlögum paranna...aðrir þættir í sama kapitula er realityþátturinn "High schoole reunion" og "who want´s to marry a millioner"..þessu get ég vel fylgst með ef þannig liggur á mér :-) Annað sem varð á vegi mínum í gær var þýskur þáttur um Eurovisionkeppnina! Ég skil nú ekki mikið í þýsku en þetta var ótrúlega fyndið - sýnt úr eldgömlum Eurovisionkeppnum, viðtöl við þáttakendur og saga keppninnar rakinn...Reyndar læðist sá grunur að mér að þetta hafi verið svona rosalega spennandi vegna þess að ég var að reyna að framlengja pásuna mína!! Gat nú verið Árný-
jæja best að snúa sér að öðrum hlutum...

vi ses
árný

posted by Arny | 21:44


fimmtudagur, maí 15, 2003  

Já yfirstaðið hjá Ragga mínum - til lukku með það. Þó ekki eins gaman hjá mér - "still 3 weeks to go...jey jey...." Fleiri en Raggi hafa séð ljósið síðustu daga, Helga, Sigga, Herborg og Bjössi ....ég er þó ekki ein í myrkrinu (vá sterklega til orða tekið) Krissa, Brynja og Halli eru ennþá mín megin....en þetta kemur allt með sumrinu og áður en við vitum af erum við frjáls eins og beljur á vorin...uff þvílíkt bull er þetta í mér - þessi lærdómur fer ekki vel með heilann

Hey Brynja á afmæli í dag - til hamingju stelpa....og gangi þér vel í bókunum - eins og öllum öðrum!

Svo á hún Sinna mín líka afmæli á morgun - til lukku! - mér skilst að það sé fest á Hávallagötunni annað kveld, súrt að missa af því....

jæja - best að snúa sér að þið vitið hvað...

over and out árný

posted by Arny | 23:39


miðvikudagur, maí 14, 2003  

Þá er það yfirstaðið! Loksins loksins!

Hef samt ekkert að segja vegna dofnunar og sljóleika. My mission er núna að taka því rólega í nokkra daga en svo er ég að fara í veiðitúr. Mikil hlökkun í því!
Gangi öllum vel sem eru í prófum og verkefnaskilum. Trúið mér, það er ljós við enda ganganna.

Bestu kveðjur og ást og friður, Ragnois

posted by Arny | 15:19
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com